Aðstöðumunur Útgerða

Aðstöðumunur útgerða hér á landi er mikill. Hér er raunverulega um tvennskonar útgerðamunstur að ræða.
Annarsvegar útgerðir með stór fjölveiðiskip, sem geta veitt bæði uppsjávarfisk og botnlægar fiskitegudir og svo aðrar útgerðir, se aðeins geta veitt botnlægarfiskitegundir. Stóru fjölveiðiskipin veiða uppsjávarfiskinn bæði í flotvörpu og nót og botnsjávarfiska í botntroll.en minni skipin geta aðeins veitt botnsjávarfisk á línu eða í net.
Þennan mismun útgerða til veiða úr auðlindinni þarf að taka tillit til við úthlutun aflaheimilda, því annars deyja út allar veiðar minni fiskiskipa allt í hringum landið eins og sterkar vísbendingar sína. því á undanförnum árum hafa útgerðir flölveiðiskipin náð stærri og stærri hlut af leifilegum aflaheimildum á kostnað minni útgerðanna með einhæfari veiðigetu. Á síðustu árum hefur orðið aukning á veiðum uppsjávarfiska (makril og nú á loðnu),sem kemur útgerðum fjölveiðiskipa til góða, en ekki minni útgerðunum með skip, sem aðeins veiða á línu og net.
Þessi augljósa staðreynd um aðstöðumun útgerða verður að lagfæra og væri gullið tækifæri til að gera það einmitt nú. Ef aukin verður úthlutun á aflaheimildum í þorski. sem allar líkur eru á að verði á komandi fiskveiðiári, þá ætti alfarið að úthluta megninu af þeim heimildum til minni útgerðanna. Með þessu væri aðeins verið, að jafna aðstöðumun útgerða að auðlindinni, og gæti orðið fyrsti vísir að lagfæringu á þeirri óheillaþróun, sem átt hefur sér stað í sjávarútvegsmálum hér á landi síðustu ár. Stórútgerðir fjölveiðiskipa ( LÍÚ ) þyrfti ekkert að kvarta, þeir sætu einir að aukningu uppsjávarfiska héldu sínum þorskvóta og ekkert væri tekið af þeim.
Ótal margur vandi mundi leysast ef þetta yrði að veruleika og ætla ég að nefna nokkra í lokin.
Þetta mundi opna fyrir nýliðun í atvinnugreininni og uppfylla kröfu mannréttindar stofnunar ESB.
Þetta mundi leysa kvótleysi margra lítilla sjávarbyggða með aukinni úthlutum byggðakvóta
Þetta mundi skapa fleiri landvinnustörf við fullvinslu fiskafurða. Og að lokum þetta yrðu vistvænar veiðar, þær nota minni oliu, meinga minna og skemma ekki hafsbotninn eins og trollin gera.
Ég vildi óska að áhugasamir atorkumenn mynduðu samtök um að skora á sjávarútvegsráðherra að láta þessa humynd um réttlæti, sanngirni og auðvelda laustn á núverandi vanda.
Virðingarfyllst Hafsteinn Sigurbjörnsson.


mbl.is Nálgun í útvegsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lára Ágústsdóttir

Höfundur

Lára Ágústsdóttir
Lára Ágústsdóttir
Eldri húsmóðir með áhuga á þjóðmálum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband